Við tökum markaðsvörur skrefinu lengra

Trix er vöruþróunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vönduðum auglýsinga- og gjafavörum fyrir fyrirtækjamarkað.


Við hjá Trix erum stolt af því að sjá um framleiðslu á vönduðum
vörum fyrir stóran hóp íslenkra fyrirtækja og félagasamtaka.

Trix-februar@mstudioreykjavik-24.jpg

„Trix hefur reynst okkur hjá UN Women á Íslandi, frábær samstarfsaðili. Trix hefur hannað í samstarfi við markaðsdeild UN Women hina sívinsælu Fokk Ofbeldi húfu og séð alfarið um framleiðslu á húfunni frá upphafi. Trix hefur einnig framleitt aðrar vörur sem við höfum selt til styrktar verkefnum UN Women um allan heim – bæði taupoka og hálsklút. Það er ánægjulegt að vinna með Trix sem framleiðir vandaðar vörur. Þar starfa hæfileikaríkir hönnuðir og starfsfólkið veitir áreiðanlega þjónustu.“

Marta Goðadóttir
Herferða- og kynningarstýra UN Women

Trix-februar@mstudioreykjavik-81.jpg

„Við hjá Arion banka höfum átt í mjög ánægjulegu samstarfi við Trix frá árinu 2014 þegar Trix teymið þróaði Sparilandsheiminn fyrir yngri viðskiptavini bankans með okkur. Trix hefur síðan þá séð um hönnun og frameiðslu á nær öllum þeim vörum sem við gefum okkar yngri viðskiptavinum, allt frá sparibaukum til ritfangasetta. Við kunnum vel að meta hugmyndaauðgi og þjónustulund sem Trix teymisins sem vinnur náið með okkur að því að finna góðar hugmyndir að vönduðum vörum fyrir hina ýmsu viðburði og tilefni sem hafa undantekningalaus vakið mikla lukku meðal okkar viðskiptavina.“

Hildur Ottesen Hauksdóttir
Markaðsdeild Arion banka

Trix-februar@mstudioreykjavik-41.jpg

„Við hjá Mjólkursamsölunni höfum átt einstaklega gott samstarf við Trix-teymið frá árinu 2015 þegar þau komu til okkar með alls kyns sniðugar hugmyndir að spennandi gjöfum fyrir sumar- og jólaleik Kókómjólkurkattarins Klóa. Frá fyrsta degi hefur samstarfið gengið vel og það sem hefur einkennt það er fagmennska, frumkvæði, hugmyndaauðgi og gleði. Við fengum að taka virkan þátt í hönnunarferlinu með Trix og útkoman var einstaklega skemmtileg: Klóa lyklakippur, tjaldstólar, húfur, handklæði, borðbúnaður og spil eru meðal þess efnis sem Trix hefur hannað og framleitt fyrir okkur og óhætt að segja að vörurnar hafi vakið mikla lukku hjá vinum Klóa. Til viðbótar hefur Trix-teymið hannað og látið framleiða fallegar gjafaöskjur og ostahnífasett fyrir Dala- og Óðalsosta úr endurvinnanlegum pappaumbúðum sem vakið hafa mikla athygli hjá viðskiptavinum okkar.“

Gréta Björg Jakobsdóttir
Markaðsfulltrúi Mjólkursamsölunnar