Um okkur

Trix er vöruþróunarfyrirtæki í eigu Tulipop ehf. sem sérhæfir sig í framleiðslu á vönduðum gjafavörum fyrir fyrirtæki. Við leggjum okkur fram við að veita góða og áreiðanlega þjónustu sem er sérsniðin að þörfum viðskiptavina okkar. Þjónustan sem við veitum er alhliða og fer eftir óskum og þörfum viðskiptavina okkar. Við leitumst fyrst og fremst eftir því að eiga farsælt samstarf þar sem boðið er upp á hugmyndavinnu, vöruhönnun og/eða vöruframleiðslu. Okkur þykir gaman að skapa og búa til hefðbundar og óhefðbundar vörur og bjóðum upp á breitt úrval auglýsingavara fyrir fyrirtækjamarkað ásamt sérhæfðari vörum fyrir vörulínur fyrirtækja.  

Sagan

Hugmyndin að baki Trix kviknaði þegar fyrirtæki fóru að hafa samband við Tulipop í von um að hefja samstarf. Við það hófst lærdómsríkt samstarf þar sem hugmyndavinna, hönnun og framleiðsla á ýmsum varningi varð til. Þau fyrirtæki sem við höfum átt samstarf við eru Arion banki, VÍS, Epal, Nikita, MP banki og UNICEF.

Í kjölfarið sáum við þörf fyrir að veita alhliða þjónustu sem gefur möguleika
á samstarfi í hugmynda- og vöruhönnun á gjafavörum.
Við erum í góðu samstarfi við fjölda framleiðenda og tryggjum ávallt að farið sé eftir settum gæðastuðlum við framleiðslu á vörum okkar.

Það er von okkar að læra eins mikið og við getum af viðskiptavinum okkar
og um leið að miðla okkar reynslu og hugmyndum til þeirra til þess að skapa farsælt samstarf. 

Hafðu samband!