Tilkynningar

Innköllun endurskinsmerkja

Trix vöruþróun ehf. tilkynnir hér með að markaðssetning á endurskinsmerkjum sem Trix lét framleiða fyrir Landsbankann hefur nú verið stöðvuð. Ástæðan er sú að við athugun Umhverfisstofnunar á merkjunum komu upp frávik frá reglum um efnisinnihald. Eins hefur markaðssetning á endurskinsmerkjum sem Trix lét framleiða fyrir Arion banka verið stöðvun vegna gruns um sama frávik á reglum um efnisinnihald.

Endurskinsmerkin sem um ræðir eru með myndum af Sprotunum og eru merkt Landsbankinn ÍST EN 13356. Þeir sem hafa fengið endurskinsmerkin afhent eru beðin um að hætta notkun merkjanna og skila þeim á næstu endurvinnslustöð eða í næsta útibú Landsbankans.

Trix vill koma því á framfæri að umrædd endurskinsmerki voru send til umsagnar hjá alþjóðlegu prófanafyrirtæki, sem staðfesti að merkin uppfylltu allar þær kröfur sem til slíkra vara eru gerðar. Því miður virðist þeirra úttekt ekki hafa verið fullnægjandi og hefur Trix nú þegar gripið til ráðstafana til þess að tryggja að tilvik sem þessi komi ekki upp í framtíðinni.