Um okkur

Trix er vöruþróunarfyrirtæki í eigu Tulipop ehf. sem sérhæfir sig í framleiðslu á vönduðum gjafavörum fyrir fyrirtæki. Við leggjum okkur fram um að veita góða og áreiðanlega þjónustu sem er sérsniðin að þörfum viðskiptavina okkar, allt frá hugmyndavinnu til framleiðslu á vandaðri gjafavöru. Okkur þykir gaman að skapa og búa til óhefðbundar vörur og bjóðum upp á breitt úrval auglýsingavara fyrir fyrirtækjamarkað ásamt sérhæfðari vörum fyrir vörulínur fyrirtækja.

 

VENN-.png

Sagan

Hugmyndin að baki Trix kviknaði í kjölfar þess að fyrirtæki fóru að hafa samband við Tulipop í leit að þjónustu á sviði hönnunar og vöruframleiðslu, en Tulipop er íslenskt hönnunarfyrirtæki, stofnað 2010, sem hefur náð góðum árangri í framleiðslu á fallegum gjafavörum fyrir börn. Við það hófst samstarf við fjölmörg fyrirtæki þar sem við höfum sinnt verkefnum á sviði hugmyndavinnu, hönnunar og framleiðslu á ýmsum varningi. Meðal fyrirtækja sem við höfum átt samstarf við eru Arion banki, VÍS, Epal, Nikita, MP banki og UNICEF.

Í kjölfarið sáum við þörf fyrir að veita alhliða þjónustu sem gefur möguleika á samstarfi í þróun á gjafavörum. Við erum í góðu samstarfi við fjölda framleiðenda og leggjum okkur fram við að tryggja gæði og öryggi allra þeirra vara sem við framleiðum.

Hafðu samband við Trix.