UM OKKUR

Trix er vöruþróunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á vönduðum auglýsinga- og gjafavörum fyrir fyrirtækjamarkað. Við framleiðum einnig vörur fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, umbúðir fyrir vörur viðskiptavina okkar, ásamt sérmerktum vörum fyrir stærri viðburði og ráðstefnur. Við leggjum okkur einnig fram um að bjóða upp á breitt úrval umhverfisvænna vara. Eingöngu er unnið með samfélagslega ábyrgum framleiðendum.

Fyrirtækið hóf starfsemi sína árið 2010. Á þeim tíma höfum við byggt upp sterk tengsl við fjölda vandaðra framleiðenda. Við höfum á að skipa góðum hópi hæfileikaríkra hönnuða sem geta leikið sér með útlit og efni í samvinnu við viðskiptavini. Okkar farsæla starf byggir á góðum tengslum við viðskiptavini og framleiðendur.

ÞJÓNUSTAN

Við leggjum okkur fram við að veita alhliða þjónustu sem er sérsniðin að þörfum viðskiptavina okkar. Við getum boðið upp á hugmyndavinnu, vöruhönnun og vöruframleiðslu. Við bjóðum upp á að taka vöruna þína skrefinu lengra þar sem hægt er að sérhanna hana frá grunni, velja liti, merkingar, umbúðir, o.s.frv.

Við getum einnig tekið tilbúna hönnun og séð um framleiðslu á henni. Við vinnum með traustum alþjóðlegum aðilum sem hjálpa okkur að velja gæðaframleiðendur og höfum eftirlit með framleiðslunni.

Við hjá Trix látum gera úttekt og bakgrunnsrannsókn á öllum okkar framleiðendum til að tryggja að þeir uppfylli alþjóðlega viðurkenndar kröfur varðandi vinnuskilyrði, m.a. það sem kveðið er á um í samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO).

Meðal þeirra atriða sem gengið er úr skugga um, er að um sé að ræða framleiðendur þar sem að vinnuaðstæður eru góðar og að starfsmannastefna sé sanngjörn. Einnig er tryggt að ekki sé um að ræða framleiðendur þar sem börn eru í vinnu, eða fólk í nauðungarvinnu, að starfsmenn njóti öryggis og hreinlætis á vinnustað, félagslegs frelsis, réttar til kjarasaminga og að lágmarkslaun séu greidd.

 

Trix-februar@mstudioreykjavik-113.jpg

Hafðu samband!
trix@trix.is | 519 6990