UM OKKUR

Trix er vöruþróunarfyrirtæki í eigu Tulipop ehf. sem sérhæfir sig í framleiðslu á vönduðum auglýsinga- og gjafavörum fyrir fyrirtækjamarkað. Trix er dótturfyrirtæki Tulipop ehf. sem starfað hefur með góðum árangri í 6 ár og hefur á þeim tíma byggt upp tengsl og unnið með miklum fjölda framleiðenda.

ÞJÓNUSTAN

Við leggjum okkur fram við að veita alhliða þjónustu sem er sérsniðin að þörfum viðskiptavina okkar. Við getum boðið upp á hugmyndavinnu, vöruhönnun og vöruframleiðslu. Við getum einnig tekið tilbúna hönnun og séð um framleiðslu á henni.

Við erum í góðu samstarfi við fjölda framleiðenda og tryggjum ávallt að farið sé eftir settum gæðastuðlum við framleiðslu á vörum okkar. Við bjóðum upp á að taka markaðsvöru skrefinu lengra þar sem hægt er að sérhanna hana frá grunni, umbúðir, velja eigin liti, merkingar o.s.frv.

 

SAGAN

Hugmyndin að baki Trix kviknaði þegar fyrirtæki fóru í auknum mæli að hafa samband við Tulipop í von um að hefja samstarf. Við það hófst mikið lærdómsferli þar sem hugmyndavinna, hönnun og framleiðsla á ýmsum varningi varð til. Í kjölfarið sáum við þörf fyrir að bjóða upp slíka alhliða þjónustu.

Það er von okkar að læra eins mikið og við getum af viðskiptavinum okkar og leið að miðla okkar reynslu og hugmyndum til þeirra til þess að skapa farsælt samstarf.

Trix-februar@mstudioreykjavik-113.jpg

Hafðu samband!
trix@trix.is | 519 6990